Piranha 3D 2 á leiðinni

Dimension Films tilkynntu nýlega að tökur væru hafnar á framhaldinu að hrollvekjusmellinum Piranha 3D og mun myndin bera þann áhugaverða titil Piranha 3DD. Áætlað er að myndin verði komin í kvikmyndahús í lok árs.

Það eru nýir leikarar sem verða fyrir barðinu á fiskunum ógnvænlegu í þetta skiptið en þar má helst nefna Danielle Panabaker úr The Crazies, Matt Bush og David Koechner úr Anchorman. Fiskarnir í framhaldinu láta sér ekki nægja að hrylla gesti strandarinnar, en þeir færa sig upp á skaftið og hreiðra um sig í vinsælum vatnsgarði.