Persónu Julia Roberts breytt í konu

Julia Roberts leikur konu, sem í upphaflega handritinu var karl, í Secret In Their Eyes. Þetta er endurgerð á argentískri spennumynd sem hlaut Óskarsverðlaunin sem besta erlenda myndin. julia roberts

Leikstjóri endurgerðarinnar er Billy Ray (handritshöfundur Captain Phillips) og á móti Roberts leika Chiwetel Ejiofor og Nicole Kidman.

Það var Roberts sem lagði til að handritinu yrði breytt þannig að hún léki upphaflega karlhlutverkið. Að sögn Billy Ray breytti þetta miklu fyrir myndina og veitti áhorfendum nýtt tilfinningalegt sjónarhorn, jafnvel þótt persónuleiki manneskjunnar sem Roberts leikur hafi ekkert breyst.

Danny Moder, eiginmaður Roberts, var kvikmyndatökumaður myndarinnar.