Paranormal Activity 5 á leiðinni

Í kjölfar velgengni hryllingsmyndarinnar Paranormal Activity 4 nú í haust, þá hafa framleiðendur ákveðið að búa til fimmtu myndina í seríunni, Paranormal Activity 5.

Fleira er ekki vitað að svo stöddu, nema að frumsýning er áætluð 25. október á næsta ári,  á Halloween. Til dæmis er ekki vitað ennþá hvort að leikstjórar tveggja síðustu mynda, þeir Henry Joost og Ariel Schulman, mæti til leiks í þriðja skiptið.

Paranormal Activity 2 og 3 voru báðar forsögur að fyrstu myndinni, en mynd númer 4 fjallar um hvað gerðist næst í lífi Katie og Hunter, eftir að þau hurfu.
Fyrsta myndin benti til þess að yfirskilvitlega veran væri einhverskonar eltihrellis ærsladraugur sem væri ástfanginn af Katie, en það hefur breyst eftir því sem sagan hefur þróast meira.

Stóru spurningarnar sem nú er ósvarað snúast um nornasamkomu einhverskonar og stóru spurninguna úr mynd númer 4;  um Hunter og persónu hans.

Paranormal Activity 4 þénaði meira en 130 milljónir Bandaríkjadala en það kostaði einungis 5 milljónir dala að gera myndina. Það er því ekki skrýtið að menn vilji halda áfram með seríuna.