Óvinir á forsíðu

Empire kvikmyndaritið helgar nýju Superman myndinni, Man of Steel, nýjasta tölublaðið sem kemur út á fimmtudaginn, og birtir forsíður tímaritsins á vef sínum, bæði með og án texta.

Forsíðurnar skarta annars vegar vígalegri mynd af Henry Cavill í hlutverki Superman og hinsvegar ekki síðri mynd af Michael Shannon í hlutverki General Zod, aðal óvini Superman í myndinni.

 

Í blaðinu sjálfu eru síðan 12 blaðsíður af efni tengdu myndinni.

Smelltu hérna til að sjá forsíðurnar með og án texta á vef Empire.