Opinbert Star Wars-app komið út

Lucasfilm og Disney Interactive hafa gefið út opinbert Star Wars: The Force Awakens-app. star wars app

Þar geta aðdáendur Star Wars fengið alls konar upplýsingar um myndina, séð stiklur og farið í leiki.

Í appinu er meðal annars hægt að leika sér með þrívíddarpersónur og fara í bardaga með geislasverð að vopni.

Einnig er hægt að taka sjálfu, eða „selfie“, í Star Wars-búningum og -aðstæðum.

Appið var sett í loftið á hátíðinni Comic-Con í San Diego og þar gátu aðdáendur fengið að prófa það.