Ólíklegt að Hellboy 3 verði gerð

Guillermo del Toro og Ron Perlman vilja báðir gera Hellboy 3 en leikstjórinn telur ólíklegt að myndin verði að veruleika.

hellboy-ron-perlman

 

„Það verður allt að ganga fullkomlega upp,“ sagði del Toro við Collidor.  Þar á hann við þátttöku framleiðandans Larry Gordon, kvikmyndaversins Universal og samþykki höfundar Hellboy, Mike Mignola. Einnig þurfa bæði Perlman og del Toro að vera klárir, sem þeir eru. „Það eru nokkur púsl komin en við þurfum á öllum þessum aðilum að halda. Það þarf svo margt að ganga upp og svo þarftu líka um 150 milljónir dala.“

Del Toro hefur rætt við Mignola um að Hellboy 3 komi út sem teiknimyndasaga en Mignola vill frekar að leikstjórinn haldi sig við myndirnar og að hann sjái um myndasögurnar.

Fimm ár eru liðin síðan Hellboy II: The Golden Army kom út.