Ökuþórar í öndvegi

Ný bíómynd fór á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um nýliðna helgi, og ýtti þar með Hvolpasveitinni vösku niður í annað sætið. Nýja toppmyndin er hin sögulega Ford V Ferrari með Christian Bale og Matt Damon í aðalhlutverkum.

Damon og Bale með sólgleraugu.

Þriðja sæti listans fellur svo jólamyndinni Last Christmas í skaut, en hún var í öðru sæti í síðustu viku.

Þrjár nýjar myndir auk toppmyndarinnar, eru á listanum að þessu sinni. Beint í fjórða sæti listans fór hin sögulega Midway, þá fór The Lighthouse beinustu leið í þrettánda sæti aðsóknarlistans og í 30. sætinu situr svo enn önnur sannsöguleg mynd, By the Grace of God, um atburði sem gerðust í kaþólsku kirkjunni.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: