Óhugguleg framtíðarsýn – Sigourney Weaver berst gegn geimskrímslum

Eins og við sögðum frá nýlega þá ætlar suður-afríski District 9 leikstjórinn Neill Blomkamp að senda frá sér nokkrar tilraunakenndar stuttmyndir á næstunni, undir merkjum nýs framleiðslufyrirtækis síns Oats Studio.

Fyrsta myndin heitir Rakka, en í fyrstu stiklu fengum við nasaþefinn af því sem koma skyldi, ófrýnilegum geimverum sem voru mættar á Jörðina til að gera hana að sínu eigin heimili, og hneppa mannkynið í þrældóm.

Nú er myndin komin út í fullri lengd, 21 mínúta, en með aðalhlutverk fer engin önnur en Alien leikkonan Sigourney Weaver, en hún átti upphaflega að leika í Alien 5 sem Blomkamp átti að leikstýra, en heyrir nú sögunni til.

Það er óhætt að segja að sú framtíðarsýn sem Blomkamp býður okkur upp á í myndinni sé ekki mjög aðlaðandi. Geimverurnar, eins og fyrr sagði, hafa lagt plánetuna undir sig og hneppt menn í þrældóm. En vonin lifir því uppreisnarmenn berjast gegn hernum, af veikum mætti.

Geimverurnar spúa að auki metangasi út í andrúmsloftið til að laga það að eigin öndunarfærum.

Jasper (Sigourney Weaver) er leiðtogi uppreisnarhersins en honum hefur tekist að búa til tæki sem koma í veg fyrir að geimskrímslunum takist að hakka sig inn í mannsheila, en geimverurnar nota stjórnmálamenn til að sannfæra fólk um að geimverurnar séu góðar og vinsamlegar.

Sjáðu stuttmyndina hér fyrir neðan: