Ofurhetjur urðu ofursmellur

Enginn átti roð í ofurhetjurnar í kvikmyndinni Justice League nú um helgina, en myndin fór ný á lista þráðbeint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans með vel á 12. milljón króna í tekjur.

Annað sæti listans féll annarri ofurhetju, Thor, í skaut í myndinni Thor: Ragnarok og í þriðja sæti er ráðgátan Murder on the Orient Express með Kenneth Branagh í farabroddi í hlutverki belgíska spæjarans Hercule Poirot.

Ein önnur ný kvikmynd er á listanum þessa vikuna, íslenska heimildarmyndin Varnarliðið sem fór beint í 16. sæti listans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: