Ofurhetjur og bangsi í nýjum Myndum mánaðarins

Aprílhefti kvikmynda – og DVD/Blu-ray/VOD tímaritsins Myndir mánaðarins er komið út, en eins og ávallt er blaðið sneysafullt af áhugaverðu efni í bland við kynningar á nýjustu myndum bíóhúsanna í ágústmánuði sem og nýjum myndum sem gefnar verða út á DVD, Blu-ray og/eða VOD í mánuðinum.

forsida

Á forsíðum blaðsins eru annarsvegar úrvalslið ofurhetjanna í Avengers: Age of Ultron, en sú mynd verður frumsýnd í mánuðinum, og hins vegar, í DVD hlutanum, er bangsinn geðþekki Paddington, sem flytur til London frá Perú.

Einnig má í blaðinu sjá það nýjasta á tölvuleikjamarkaðnum og margt fleira, eins og stjörnuspá, bíófréttir, gullmola og bíómiðaleik.

Smelltu hér til að lesa Myndir mánaðarins á kvikmyndir.is