Nýtt plakat úr World War Z

Nýtt plakat er komið fyrir uppvakningaspennutryllinn World War Z með Brad Pitt í aðalhlutverkinu.

Brad Pitt leikur í myndinni sérfræðing hjá Sameinuðu þjóðunum sem þarf að hjálpa til við að ráða niðurlögum alþjóðlegs uppvakningafaraldurs sem er að leggja heimsbyggðina í rúst.

Eins og sést á plakatinu er Pitt staddur í þyrlu og horfir á eyðilegginguna úr lofti.

Sjáðu plakatið hér fyrir neðan, og stiklu úr myndinni þar fyrir neðan:

World War Z kemur í bíó í Bandaríkjunum og á Íslandi þann 12. júlí nk.