Nýtt í bíó: Resident Evil: The Final Chapter

Spennumyndin Resident Evil: The Final Chapter verður frumsýnd á föstudaginn næsta í Smárabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri. Í myndinni er tekinn upp þráðurinn þar sem fyrri myndinni, Resident Evil: Retribution, lauk.

resident-evil
Mannkynið er á ystu nöf og og urmull af uppvakningum reikar um götur Washington D.C. Alice þarf að snúa aftur til Racoon City, þar sem martröðin hófst og fyrirtækið Umbrella er að undirbúa sína hinstu árás á þá fáu sem hafa lifað af til þessa. Alice þarf að etja kappi við tímann og taka höndum saman bæði við gamla vini og ólíklegustu bandamenn til að lifa af þessa síðustu árás Umbrella fyrirtækisins.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Leikstjórn: Paul W.S. Anderson

Helstu leikarar: Milla Jovovich, Ali Larter, Ruby Rose

Áhugaverðir punktar til gamans: 

– Takið eftir hinni átta ár gömlu Ever Anderson sem leikur rauðu drottninguna, en hún er dóttir Millu Jovovich og leikstjórans Pauls W.S. Anderson og er hér í sínu fyrsta kvikmyndahlutverki.

– Þótt þetta eigi að heita síðasti kaflinn í Resident Evil-sögunni og að hermt sé að í raun ljúki bardaganum núna endanlega er ýmislegt sem bendir til að fundin verði leið til að halda seríunni áfram. Í
fyrsta lagi þá hafa vinsældir myndanna vaxið verulega frekar en dvínað eftir því sem þeim hefur fjölgað og í öðru lagi kemur sjöundi Resident Evil-leikurinn út þann 24. janúar. Benda kynningar á
honum til að sagan þar sé frekar upphaf en endir. Í þriðja lagi þá einfaldlega yfirgefur maður ekki milljónir aðdáenda sem vilja meira!

– Í myndinni koma fram fjórar persónur sem hafa áður komið við sögu í Resident Evil-myndunum og eru þær leiknar af Millu Jovovich, Ali Larter, Iain Glen og Shawn Roberts. Hins vegar er persóna Millu, Alice, sú eina sem komið hefur fram í öllum myndunum sex.

resident