Nýtt í bíó – Baby Driver

Kvikmyndin Baby Driver verður frumsýnd á miðvikudaginn 28. júní í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri. Eins og fram kemur í tilkynningu frá Senu þá segir Hollywood Reporter að myndin sé: „Hjartahlý og æsispennandi glæpasaga sem hægt er að dansa við.“

Baby (Ansel Elgort) er ungur og efnilegur strákur sem hefur það hættulega starf að keyra glæpamenn burt af vettvangi. Hann spilar eftir eyranu og ætlar sér að verða bestur í bransanum. Þegar hann hittir draumastúlkuna ( Lily James ) sér hann tækifæri til að leggja glæpaferilinn til hliðar og komast undan. En hann neyðist til að vinna fyrir valdamikinn óþokka (Kevin Spacey) og taka þátt í hættulegu verkefni sem ógnar lífi hans, ást og frelsi, og gæti orðið hans svanasöngur.

Áhugaverðir punktar til gamans: 

-Handrit Baby Driver er eftir Edgar Wright sjálfan og er um leið fyrsta bíómyndahandritið sem hann skrifar alfarið sjálfur.

-Baby Driver var sýnd á South by Southwest-kvikmyndahátíðinni í Austin í Texas í apríl, en hún fer ekki í almenna dreifingu fyrr en í lok júní. Er skemmst frá því að segja að myndin hlaut frábærarviðtökur á hátíðinni og þótt hún væri ekki sýnd oft nægði það til að 1.160 notendur Imdb.com hafa þegar þetta er skrifað, 26. maí, gefið henni 8,7 í meðaleinkunn. Tíu gagnrýnendur á Metacritic hafa gefið henni 8,1 í einkunn og á Rotten Tomatoes er hún með 10 í einkunn, eða fullt hús, frá 22 gagnrýnendum. Þar hafa enn fremur 6.482 almennir notendur gefið henni 9,7 í meðaleinkunn. Það er því nokkuð ljóst að fjölmargir íslenskir aðdáendur hinna skemmtilegu mynda Edgars geta farið að láta sig hlakka til.

Leikstjórn: Edgar Wright

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

–