Ný Batman-mynd á teikniborðinu

Orðrómur er uppi um að Ben Affleck muni leika hinn skikkjukædda Batman í sérstakri mynd um ofurhetjuna sem er væntanleg árið 2019.  batman

Latino Review heldur þessu fram. Samkvæmt vefsíðunni er vinnuheiti myndarinnar The Batman og yrði þetta í þriðja sinn sem Affleck myndi leika Leðurblökumanninn.

Fyrst leikur hann ofurhetjuna í Batman vs Superman: Dawn of Justice, sem er í undirbúningi, og svo í Justice League.

Fleiri  DC Comic-myndir munu vera á teikniborðinu hjá Warner Bros, eða Wonder Woman, samstarfsmynd Flash og Green Lantern og Superman-mynd.