Flashdanceleikari handtekinn

Hinn þekkti karakter leikari Michael Nouri, sem kunnur er m.a. fyrir hlutverk sín í Flashdance og The Proposal, var handtekinn í gær grunaður um heimilisofbeldi.

Lögreglan sagði TMZ vefmiðlinum, að hún hefði fengið hringingu í neyðarnúmerið 911 um kl. 6 í morgun að bandarískum tíma, og beðin um að koma í hús í Beverly Hills í Los Angeles. Lögreglan sagði, samkvæmt heimildum TMZ, að þegar hún mætti á svæðið þá hafi þeim verið sagt að rifrildi á milli Nouri og kærustu hans hafi farið úr böndunum og snúist upp í ofbeldi.

Samkvæmt upplýsingum TMZ þá voru áverkar á kærustu leikarans, og handtók lögreglan Nouri á staðnum.

Leikaranum var svo sleppt gegn greiðslu 50 þúsund dollara tryggingu.

Ath. meðfylgjandi mynd er ekki af Nouri og kærustu hans, heldur er hún af honum og Jennifer Beals í Flashdance.

Stikk: