Nolan svarar Joker orðrómum

Stjörnuleikstjórinn Christopher Nolan var staddur útgáfuveislu á dögunum til að halda upp á útgáfu myndar hans, Inception, á DVD og Blu-Ray. Vefsíðan MovieHole náði tali af kappanum og spurði hann út í þær sögusagnir að hann hyggðist nota ónotuð atriði frá Heath Ledger til að vekja Jokerinn til lífsins í The Dark Knight Rises.

„Það er algjörlega rangt.“ sagði Nolan við MovieHole, sem heldur því samt sem áður fram að þótt The Dark Knight Rises verði seinasta mynd Nolans í Batman seríunni, vilji kvikmyndaverið Warner Bros. ekki sleppa seríunni svo fljótt. Vill síðan meina að Warner Bros. ætli sér að fá nýjan leikstjóra og nýja stjörnu í hóp með sér ásamt því að leggja sig fram við að koma fyrirhugaðri Batman VS Superman mynd í kvikmyndahús.

– Bjarki Dagur