Endurgerð á Rashomon

Hin klassíska kvikmynd Akira Kurusawa, Rashomon verður nú endurgerð í Hollywood eins og svo algengt er þessa dagana. Nýstofnað framleiðslufyrirtæki, Harbor Light Entertainment ætlar að endurgera Rashomon sem þriller sem gerist í nútímanum og ætlar að veita 40 milljónum dollara í verkefnið. Rashomon fjallar um brúði aðalsmanns sem er nauðgað af stigamanni. Aðalsmaðurinn er svo myrtur, eða framdi hugsanlega sjálfsmorð. Sagan er síðan sögð frá sjónarhóli hvers þátttakenda fyrir sig, brúðarinnar, aðalsmannins, stigamannsins og síðast en ekki síst skógarhöggsmanni sem sá atburðina gerast. Enn hafa engir leikarar verið nefndir til sögunnar.