Tían: „Bjór og pizzu-myndir“

Ef það er eitthvað sem ég fíla örlítið meira en að sitja einn eða í
fámennum hóp horfandi á uppáhalds dramamyndirnar mínar þá er það að
sitja með góðum félögum horfandi á góða „stemmaramynd.“ Ég tek það samt fram að dramatískar sögur hafa oftast meiri áhrif á mig, og sem kvikmyndaáhugamaður og gagnrýnandi eru þær í mesta uppáhaldi enda skilja þær hvað mest eftir sig. Það er aftur á móti lífsnauðsynlegt að jafna þungann út reglulega með myndum þar sem allt gengur út á gamanið, og að gera það í réttum fíling er eitthvað sem enginn kvikmyndaáhugamaður má
lifa án.

Þetta er eitthvað sem ég kalla „bjór og pizzu-myndir. Það eru myndir
þar sem áhorfandinn gerir ekki kröfur til persónusköpunnar, lógíu eða
söguþráðar í raun. Það sakar ekki að hafa sitt lítið af því, en yfir
heildina er það aukaatriði. Lögð þarf að vera mikil áhersla á
afþreyingargildi, keyrslu og húmor. „Bjór og pizzu-mynd“ getur tilheyrt
þremur ákveðnum geirum. Hún má vera grínmynd, spennumynd, hrollvekja og
allt þar á milli (þ.e. svart grín, myndasögumynd, slagsmálamynd,
splatter/slasher).

Án þess að kynna þetta eitthvað frekar ætla ég að nefna:

.:10 FRÁBÆRAR MYNDIR TIL AÐ HORFA Á Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP:.

Eins og síðast þá er engin sérstök röð núna. Hver titill fer algjörlega eftir skapi fólks. Og
ég tek það skýrt fram að ég hef notið þessara mynda í hópum þar sem
pizza, nachos og alls konar gerðir drykkja komu við sögu, þannig að
þetta er ekki bara nafn á Topp 10 lista, heldur er þetta eitthvað sem
*ætti* að virka ef fílingurinn er réttur.

Hérna eru mínar „bjór og pizzu-myndir:“

THE DIRTY DOZEN (1967)

Þessi á bæði heima og ekki heima á þessum lista. Hún er klassík í
orðsins fyllstu merkingu en hér ekki um að ræða hraðskreiða tveggja
tíma afþreyingu. Ástæðan fyrir því að ég hef myndina er sú að hún er
ein af fyrstu svokölluðu „badass“ myndunum að mínu mati. Þessi mynd á
kannski engan séns í The Great Escape eða aðrar sígildari og „þyngri“
stríðsmyndir, en hún er bilaðslega góð strákamynd þrátt fyrir það og ég
nýt hennar í botn í hvert skipti sem ég sé hana. Leikarahópurinn er
algjört gull.

THE THING (1982)

Þessi mynd hefur gefið mér hroll síðan ég var 8 ára. Ég stalst til að
horfa á hana alltof ungur og gat ekki hætt að hugsa um hana vikum saman
eftirá. Skrímslahönnunin er óviðjafnanleg og flæðið á myndinni ásamt
passlega ósmekklegu ofbeldi er alveg möst fyrir hópa sem fíla „old
school“ hryllingsmyndir. Kurt Russell leikur reyndar frekar þunna
persónu en nærvera hans er stórskemmtileg. Ég mæli einnig með Escape
from New York ef út í hann er farið. Ef þið hafið sé hvoruga, gerið
sjálfum ykkar greiða og takið smá Russell ’80s maraþon!

COMMANDO (1985)

Þessi mynd er SVO mikið grín! Meira að segja nafnið á persónu Ahnulds
er hlægilegra en allt (Col. John Matrix!). Commando er ein ástæðan af
hverju við getum ekki annað en hlegið að ’80s tímabilinu. Áhættuatriðin
eru svo absúrd og ýkt (og ég meina það á „guilty pleasure“ máta) og
illmennið – sem lítur út eins og tvífari Freddy Mercury – er einhver
mesti brandari kvikmyndasögunnar síðan Frank Langella lék Skeletor. Það
er algör snilld að horfa á Commando með góðum vinum, sérstaklega þeim
sem hafa ekki séð hana! Það verður hlegið út allt kvöldið. Get lofað
því.

– EVIL DEAD II (1987)

Fyrsta myndin er líka sígild en nr. 2 er miklu meiri „partýmynd,“ og
það myndi þá gera Army of Darkness að eftirréttinum. Það er endalaust
hægt að kvóta í þessa mynd („I’ll swallow your soul!“ – „Swallow this!“
– „Groovy“) og kómíski tónninn gerir hana eitthvað svo óþægilega, á
skemmtilegan hátt. Ég elska senuna þar sem húsgögnin byrja allt í einu
að hlæja (!) og Bruce Campbell lítur út eins og hann sé að missa vitið
um allt gólf. Það sést léttilega að tökurnar hafi ekki verið honum
auðveldar. Sam Raimi leikur sér að honum eins og tuskudúkku með því að
smyrja drullu framan í hann og sturta mörgum lítrum af blóði, sem er
auðvitað gert í góðu gríni en það myndar alveg dýrðindis
RUGL-afþreyingu yfir heildina sem ætti að fá fólk til að klappa vel
oftar en einu sinni.

– THE LAST BOY SCOUT (1991)

Uppáhalds Tony Scott-myndin mín og ein vanmetnasta buddy-mynd sem ég
hef nokkurn tímann séð. The Last Boy Scout er það sem ég kalla
„one-liner himnaríki.“ Bruce Willis er eitursvalur sem Joe Hallenback,
sem er svartsýnni og ofbeldisfyllri útgáfan af John McClane. Damon
Wayans er líka helvíti nettur sem „félaginn.“ Samanlagðir eru þessir
menn skólabókadæmi um „bad cop/bad cop“ tvíeyki, og væri ekki fyrir
frekar ómerkilegan söguþráð myndi ég kalla þessa mynd jafn góða og Die
Hard. Hún er engu að síður frábær afþreying. Hörð og drepfyndin.
Smellpassar við það sem strákar sækjast venjulega eftir.


– BRAINDEAD/DEAD ALIVE (1992)

Dead Alive er þurr og leiðinlegur titill, Braindead er miklu flottara
heiti. Þessi mynd er á þessum lista mínum út af sömu ástæðu og Evil
Dead II; Hún er BULL og VITLEYSA út í gegn og rétt rúmlega það!
Hvílíkur rússíbani af blóði, viðbjóði og smekklausum bröndurum og ég
skora á nokkurn mann frá 18-28 ára að hlæja ekki að einu atriði.
Notkunin á sláttuvélinni í lokin er auðvitað epísk.

Fyrst að Sam Raimi gat gert Drag Me to Hell, hví ekki leyfa Peter
Jackson að gera eitt stykki splatter-mynd aftur eftir The Lovely Bones?

– THE ROCK (1996)

Mörgum finnst Armageddon vera tilvalin „guilty pleasure“ mynd en hún
hefur ekki roð við The Rock. Þetta er nánast sama mynd ef við pælum í
uppbyggingu nema væmnin er í algjöru lágmarki. Þetta er önnur mynd
„meistarans“ Michael Bay og án nokkurs vafa sú svalasta sem hann hefur
gert. Connery, Cage og Harris eru allir hörkugóðir og söguþráðurinn
nógu einfaldur til að geta boðið upp á stjórnlausa byssubardaga og
sprengjur án þess að það sé úr takt við myndina. Hún er meiriháttar
brjáluð og þessir tveir tímar renna hjá eins og ekkert sé. Það er
skylda að horfa á þessa mynd í risastórum flatskjá með hljóðið hátt
stillt.

– BASEketball (1998)

Persónulega finnst mér þessi gleymda ræma vera einhver sú allra
vanmetnasta vitleysa sem hefur verið gerð! Það gerist ekki betra en
þegar þú tekur gamla góða David Zucker-húmorinn og blandar honum við
smá sjúkan spuna frá höfundum South Park-þáttana. BASEketball er
brilliant, hreint út sagt. Ég get alltaf horft á hana og húmorinn er
alltaf jafn góður. Mér finnst hún betri en Orgazmo og Cannibal: The
Musical. Trey Parker og Matt Stone eru óborganlegir og það er pínu fúlt
að þeir hafa ekki leikið oftar saman. Undanfarin ár hef ég fundið marga
sem höfðu aldrei séð þessa mynd, og ég heimtaði að þeir myndu horfa á
hana undir eins. Viðtökur hafa alltaf verið geggjaðar og myndin verður
aðeins fyndnari ef menn eru að sötra í sig bjór. Líka í takt við
húmorinn.


– SIN CITY (2005)

Ef hægt væri að panta myndir eins og að panta pylsur, þá væri Sin City
„ein með öllu.“ Hún hefur allt sem maður gæti nokkurn tímann viljað sjá
í testósterón-mynd: ljótt ofbeldi, húmor, flottar konur (+ brjóst), glæsilega bíla, ógeðfelld illmenni
og töffara við hvert horn. Ég veit ekki með ykkur en að horfa á Mickey
Rourke, Clive Owen og Bruce Willis saman í sömu mynd er eins og að vera
krakki í nammilandi Hagkaupa. Ég elska allt við þessa mynd. Stíllinn
ásamt brellum gerir frábært ennþá betra.


– TAKEN (2008)

Ég var mjög ánægður þegar ég sá að íslensku DVD hlustrin kvótuðu í mig
þegar ég sagði að þessi mynd væri „badass“ (ég fæ ekki nóg af þessu
orði), því ef hún er það ekki, þá er lýsingin ekki til. Liam Neeson
breytist í ofurmenni og lætur bókstaflega ekkert stoppa sig. Mynd hefði getað farið beint á DVD hefði Schindler ekki verið í
aðalhlutverkinu og leikstjórnin ekki verið svona fjandi hröð! Það er
ein tiltekin kvöldverðarsena (smá hint:
*BANG!*) sem skildi mig eftir gjörsamlega orðlausan. Neeson gerir það
sem fáar hetjur þora og það er að vera skítsama um hvort áhorfandinn
styðji miskunnarlausu gjörðir hans eða ekki. Hann gerir bara það sem
hann þarf, punktur! Ég hef ekki skemmt mér svona vel yfir heilalausri
strákamynd í háa herrans tíð.

En bíðið þið, það er smá meira. Hérna eru aðrar myndir sem ég get líka
mælt með undir sömu kringumstæðum (s.s. ef menn eru fullir og vilja
skemmta sér yfir sjónvarpi) þótt þær komust ekki alveg inn á listann:


The Road Warrior
, Big Trouble in Little China, From Dusk till Dawn, Never Back Down (ekki spyrja), Jackass 2, Zombieland, Kung Fu Hustle, Fist of Legend, Serenity, og mest allt eftir John Woo áður en hann gerði M:I-2.

Nú er komið að ykkur.

Tían: "Bjór og pizzu-myndir"

Ef það er eitthvað sem ég fíla örlítið meira en að sitja einn eða í
fámennum hóp horfandi á uppáhalds dramamyndirnar mínar þá er það að
sitja með góðum félögum horfandi á góða „stemmaramynd.“ Ég tek það samt fram að dramatískar sögur hafa oftast meiri áhrif á mig, og sem kvikmyndaáhugamaður og gagnrýnandi eru þær í mesta uppáhaldi enda skilja þær hvað mest eftir sig. Það er aftur á móti lífsnauðsynlegt að jafna þungann út reglulega með myndum þar sem allt gengur út á gamanið, og að gera það í réttum fíling er eitthvað sem enginn kvikmyndaáhugamaður má
lifa án.

Þetta er eitthvað sem ég kalla „bjór og pizzu-myndir. Það eru myndir
þar sem áhorfandinn gerir ekki kröfur til persónusköpunnar, lógíu eða
söguþráðar í raun. Það sakar ekki að hafa sitt lítið af því, en yfir
heildina er það aukaatriði. Lögð þarf að vera mikil áhersla á
afþreyingargildi, keyrslu og húmor. „Bjór og pizzu-mynd“ getur tilheyrt
þremur ákveðnum geirum. Hún má vera grínmynd, spennumynd, hrollvekja og
allt þar á milli (þ.e. svart grín, myndasögumynd, slagsmálamynd,
splatter/slasher).

Án þess að kynna þetta eitthvað frekar ætla ég að nefna:

.:10 FRÁBÆRAR MYNDIR TIL AÐ HORFA Á Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP:.

Eins og síðast þá er engin sérstök röð núna. Hver titill fer algjörlega eftir skapi fólks. Og
ég tek það skýrt fram að ég hef notið þessara mynda í hópum þar sem
pizza, nachos og alls konar gerðir drykkja komu við sögu, þannig að
þetta er ekki bara nafn á Topp 10 lista, heldur er þetta eitthvað sem
*ætti* að virka ef fílingurinn er réttur.

Hérna eru mínar „bjór og pizzu-myndir:“

THE DIRTY DOZEN (1967)

Þessi á bæði heima og ekki heima á þessum lista. Hún er klassík í
orðsins fyllstu merkingu en hér ekki um að ræða hraðskreiða tveggja
tíma afþreyingu. Ástæðan fyrir því að ég hef myndina er sú að hún er
ein af fyrstu svokölluðu „badass“ myndunum að mínu mati. Þessi mynd á
kannski engan séns í The Great Escape eða aðrar sígildari og „þyngri“
stríðsmyndir, en hún er bilaðslega góð strákamynd þrátt fyrir það og ég
nýt hennar í botn í hvert skipti sem ég sé hana. Leikarahópurinn er
algjört gull.

THE THING (1982)

Þessi mynd hefur gefið mér hroll síðan ég var 8 ára. Ég stalst til að
horfa á hana alltof ungur og gat ekki hætt að hugsa um hana vikum saman
eftirá. Skrímslahönnunin er óviðjafnanleg og flæðið á myndinni ásamt
passlega ósmekklegu ofbeldi er alveg möst fyrir hópa sem fíla „old
school“ hryllingsmyndir. Kurt Russell leikur reyndar frekar þunna
persónu en nærvera hans er stórskemmtileg. Ég mæli einnig með Escape
from New York ef út í hann er farið. Ef þið hafið sé hvoruga, gerið
sjálfum ykkar greiða og takið smá Russell ’80s maraþon!

COMMANDO (1985)

Þessi mynd er SVO mikið grín! Meira að segja nafnið á persónu Ahnulds
er hlægilegra en allt (Col. John Matrix!). Commando er ein ástæðan af
hverju við getum ekki annað en hlegið að ’80s tímabilinu. Áhættuatriðin
eru svo absúrd og ýkt (og ég meina það á „guilty pleasure“ máta) og
illmennið – sem lítur út eins og tvífari Freddy Mercury – er einhver
mesti brandari kvikmyndasögunnar síðan Frank Langella lék Skeletor. Það
er algör snilld að horfa á Commando með góðum vinum, sérstaklega þeim
sem hafa ekki séð hana! Það verður hlegið út allt kvöldið. Get lofað
því.

– EVIL DEAD II (1987)

Fyrsta myndin er líka sígild en nr. 2 er miklu meiri „partýmynd,“ og
það myndi þá gera Army of Darkness að eftirréttinum. Það er endalaust
hægt að kvóta í þessa mynd („I’ll swallow your soul!“ – „Swallow this!“
– „Groovy“) og kómíski tónninn gerir hana eitthvað svo óþægilega, á
skemmtilegan hátt. Ég elska senuna þar sem húsgögnin byrja allt í einu
að hlæja (!) og Bruce Campbell lítur út eins og hann sé að missa vitið
um allt gólf. Það sést léttilega að tökurnar hafi ekki verið honum
auðveldar. Sam Raimi leikur sér að honum eins og tuskudúkku með því að
smyrja drullu framan í hann og sturta mörgum lítrum af blóði, sem er
auðvitað gert í góðu gríni en það myndar alveg dýrðindis
RUGL-afþreyingu yfir heildina sem ætti að fá fólk til að klappa vel
oftar en einu sinni.

– THE LAST BOY SCOUT (1991)

Uppáhalds Tony Scott-myndin mín og ein vanmetnasta buddy-mynd sem ég
hef nokkurn tímann séð. The Last Boy Scout er það sem ég kalla
„one-liner himnaríki.“ Bruce Willis er eitursvalur sem Joe Hallenback,
sem er svartsýnni og ofbeldisfyllri útgáfan af John McClane. Damon
Wayans er líka helvíti nettur sem „félaginn.“ Samanlagðir eru þessir
menn skólabókadæmi um „bad cop/bad cop“ tvíeyki, og væri ekki fyrir
frekar ómerkilegan söguþráð myndi ég kalla þessa mynd jafn góða og Die
Hard. Hún er engu að síður frábær afþreying. Hörð og drepfyndin.
Smellpassar við það sem strákar sækjast venjulega eftir.


– BRAINDEAD/DEAD ALIVE (1992)

Dead Alive er þurr og leiðinlegur titill, Braindead er miklu flottara
heiti. Þessi mynd er á þessum lista mínum út af sömu ástæðu og Evil
Dead II; Hún er BULL og VITLEYSA út í gegn og rétt rúmlega það!
Hvílíkur rússíbani af blóði, viðbjóði og smekklausum bröndurum og ég
skora á nokkurn mann frá 18-28 ára að hlæja ekki að einu atriði.
Notkunin á sláttuvélinni í lokin er auðvitað epísk.

Fyrst að Sam Raimi gat gert Drag Me to Hell, hví ekki leyfa Peter
Jackson að gera eitt stykki splatter-mynd aftur eftir The Lovely Bones?

– THE ROCK (1996)

Mörgum finnst Armageddon vera tilvalin „guilty pleasure“ mynd en hún
hefur ekki roð við The Rock. Þetta er nánast sama mynd ef við pælum í
uppbyggingu nema væmnin er í algjöru lágmarki. Þetta er önnur mynd
„meistarans“ Michael Bay og án nokkurs vafa sú svalasta sem hann hefur
gert. Connery, Cage og Harris eru allir hörkugóðir og söguþráðurinn
nógu einfaldur til að geta boðið upp á stjórnlausa byssubardaga og
sprengjur án þess að það sé úr takt við myndina. Hún er meiriháttar
brjáluð og þessir tveir tímar renna hjá eins og ekkert sé. Það er
skylda að horfa á þessa mynd í risastórum flatskjá með hljóðið hátt
stillt.

– BASEketball (1998)

Persónulega finnst mér þessi gleymda ræma vera einhver sú allra
vanmetnasta vitleysa sem hefur verið gerð! Það gerist ekki betra en
þegar þú tekur gamla góða David Zucker-húmorinn og blandar honum við
smá sjúkan spuna frá höfundum South Park-þáttana. BASEketball er
brilliant, hreint út sagt. Ég get alltaf horft á hana og húmorinn er
alltaf jafn góður. Mér finnst hún betri en Orgazmo og Cannibal: The
Musical. Trey Parker og Matt Stone eru óborganlegir og það er pínu fúlt
að þeir hafa ekki leikið oftar saman. Undanfarin ár hef ég fundið marga
sem höfðu aldrei séð þessa mynd, og ég heimtaði að þeir myndu horfa á
hana undir eins. Viðtökur hafa alltaf verið geggjaðar og myndin verður
aðeins fyndnari ef menn eru að sötra í sig bjór. Líka í takt við
húmorinn.


– SIN CITY (2005)

Ef hægt væri að panta myndir eins og að panta pylsur, þá væri Sin City
„ein með öllu.“ Hún hefur allt sem maður gæti nokkurn tímann viljað sjá
í testósterón-mynd: ljótt ofbeldi, húmor, flottar konur (+ brjóst), glæsilega bíla, ógeðfelld illmenni
og töffara við hvert horn. Ég veit ekki með ykkur en að horfa á Mickey
Rourke, Clive Owen og Bruce Willis saman í sömu mynd er eins og að vera
krakki í nammilandi Hagkaupa. Ég elska allt við þessa mynd. Stíllinn
ásamt brellum gerir frábært ennþá betra.


– TAKEN (2008)

Ég var mjög ánægður þegar ég sá að íslensku DVD hlustrin kvótuðu í mig
þegar ég sagði að þessi mynd væri „badass“ (ég fæ ekki nóg af þessu
orði), því ef hún er það ekki, þá er lýsingin ekki til. Liam Neeson
breytist í ofurmenni og lætur bókstaflega ekkert stoppa sig. Mynd hefði getað farið beint á DVD hefði Schindler ekki verið í
aðalhlutverkinu og leikstjórnin ekki verið svona fjandi hröð! Það er
ein tiltekin kvöldverðarsena (smá hint:
*BANG!*) sem skildi mig eftir gjörsamlega orðlausan. Neeson gerir það
sem fáar hetjur þora og það er að vera skítsama um hvort áhorfandinn
styðji miskunnarlausu gjörðir hans eða ekki. Hann gerir bara það sem
hann þarf, punktur! Ég hef ekki skemmt mér svona vel yfir heilalausri
strákamynd í háa herrans tíð.

En bíðið þið, það er smá meira. Hérna eru aðrar myndir sem ég get líka
mælt með undir sömu kringumstæðum (s.s. ef menn eru fullir og vilja
skemmta sér yfir sjónvarpi) þótt þær komust ekki alveg inn á listann:


The Road Warrior
, Big Trouble in Little China, From Dusk till Dawn, Never Back Down (ekki spyrja), Jackass 2, Zombieland, Kung Fu Hustle, Fist of Legend, Serenity, og mest allt eftir John Woo áður en hann gerði M:I-2.

Nú er komið að ykkur.