Wilhelm öskrið út um allt

„Er ykkur ekkert treystandi fyrir sköpuðum hlutum?

Hlaðvarpsþátturinn Poppkúltúr, eða réttara sagt ‘aukaþáttur’ seríunnar, tekur nýjan snúning að þessu sinni með áherslu á hið goðsagnarkennda. Á fimmta glápi Blóðhefndar finnur annar þáttastjórnandi sig knúinn til að kryfja einn merkilegasta fylgihlut spennumyndarinnar: gamla góða Wilhelm öskrið.

Það þekkja ekki allir til þessa öskurs undir því nafni, en allar líkur eru á því að hver einasti maður með aðgang að skjá og poppkúltúr hafi heyrt það á einum (eða öðrum) tímapunkti í gegnum áraraðirnar. Merkilegt gól er það og þessi sögulegi hljóðfæll lætur í sér heyra í hefndarsögu Trausta.

Þessa vikuna er það Wilhelm öskrið stórfræga sem grandskoða skal í þættinum, uppruna þess og „legasíu“. Auk þess er enn eitt eftir ósagt um einhverja bestu jarðarfarasenu íslenskrar kvikmyndasögu.

https://open.spotify.com/episode/5GfhLxn8ZzCjVS8N1yLnKz?si=rOC7wwamSn2takagz3l2xA&dl_branch=1

Stikk: