Með tannpínu og lof frá KMÍ

Tvíeykið góða á bakvið hlaðvarpsþættina Atli & Elías lofar stútfullu og þéttpökkuðu umfjöllunarefni að þessu sinni. Á dagskrá er meðal annars stuttmyndakeppni Stockfish og hvað mætti betur fara hjá aðstandendum hátíðarinnar. Félagarnir ræða einnig handritsstyrki, blússandi umsögn frá KMÍ og hvort minna reynt kvikmyndagerðarfólk ætti að bjóðast til að þiggja lægri laun fyrir sín störf.

Jafnframt er hulunni svipt af því hvað einkennir óvenjulegan tón Atla í upphafi þáttar.

Hægt er að hlusta á nýjasta þáttinn hér eða í gegnum Spotify að neðan:



Stikk: