Mad Max leikarinn Hugh Keays-Byrne látinn

Ástralski leikarinn Hugh Keays-Byrne er látinn, 73 ára að aldri. Það var bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Ted Geoghegan sem tilkynnti andlátið og fór hann fögrum orðum um leikarann á Twitter-síðu sinni.

Keays-Byrne er þekktastur fyrir að leika tvö ólík illmenni í Mad Max-seríunni. Fyrst kom hann við sögu sem karakterinn Toecutter í upprunalegu Mad Max myndinni frá 1979 og snéri síðan aftur sem hinn alræmdi Immortan Joe í Fury Road frá 2015, 36 árum eftir útgáfu fyrstu myndarinnar.

Keays-Byrne lék í yfir 50 kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum og spannaði ferill hans heila fimm áratugi.

Dánarorsök leikarans eru enn ókunn.