05 – Er siðlaust að mæla með Kevin Spacey myndum?

Getum við nokkurn tímann horft sömu augum á American Beauty og Seven?

Í Poppkúltúr vikunnar eru dregnar upp nokkrar spurningar í garð umdeildra (og jafnvel dæmdra) leikara, leikstjóra og aðra þekkta úr skemmtiiðnaðinum. Bandaríski leikarinn Kevin Spacey er þó sérstaklega þarna settur undir smásjá þáttastjórnenda.

Er til dæmis almennt litið hornauga á það í samfélaginu að mæla með frammistöðu eða kvikmynd með Spacey? 

Hvað með hina góðkunningjana, til dæmis Roman Polanski eða Woody Allen? Hvenær og hvar er ásættanlegt að draga þá línu á milli listafólks og vafasamt einkalíf þess? 

Eigum kannski við von á annarri jólakveðju í ár frá Frank Underwood?