Fleiri en 80 myndir ókeypis á Nordisk Panorama

Stutt- og heimildamyndahátíðin Nordisk Panorama hófst nýverið og fer fram að mestu leyti í stafrænu formi til september. Þetta er helsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum og sýnir eingöngu myndir eftir norræna kvikmyndagerðarmenn.

Norðurlöndunum býðst tækifæri til að skrá sig frítt í streymikerfi hátíðarinnar þar sem fjöldi heimilda- og stuttmynda er í boði fyrir almenning.

Fimm íslenskar myndir munu keppa til verðlauna á hátíðinni og eru það eftirfarandi myndir:

Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson og Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg keppa um „Best Nordic Documentary“ verðlaunin og eru alls 14 norrænar heimildamyndir sem keppa um titilinn og 11.000€ verðlaunafé.

Stuttmyndin Lokavals eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur valin til þátttöku á „Nordic Shorts“ og er hún á meðal 22 norrænna stuttmynda sem keppa um 6.000€ verðlaunafé. Auk þess er sigurmyndin gjaldgeng í tilnefningu á stuttmyndahluta Óskarsverðlaunahátíðarinnar.

Heimildamyndin Hálfur Álfur eftir Jón Bjarka Magnússon var valin til keppni um björtustu vonina (Best New Nordic Voice). Hálfur Álfur er á meðal 18 stuttmynda sem keppa um 5.000€ verðlaunafé.
Þá tekur stuttmyndin Já-fólkið þátt í Young Nordics hluta hátíðarinnar, þar sem yngstu áhorfendurnir sjá um að velja eina af þrettán myndum sem vinningsmynd flokksins.

Hér má nálgast streymisveitu Nordisk Panorama hátíðarinnar ásamt nánari upplýsingum.