Gísli Rúnar látinn

Leikarinn, leikstjórinn og þúsundþjalasmiðurinn Gísli Rúnar Jónsson er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu hans en hann lést á heimili sínu í gær, 67 ára að aldri.

Gísli varð þjóðkunnur sem annar helmingur Kaffibrúsakarlanna, gamantvíeyki sem hóf göngu sína árið 1972. Hann kom einnig að fjölda Áramótaskaupa, sem leikari, handritshöfundur eða leikstjóri, frá 1981 til 1994.

Á meðal fleiri gamanþátta sem voru í umsjón hans má nefna Fasta liði eins og venjulega, sem voru sýndir 1985 í Sjónvarpinu, og Heilsubælið í Gervahverfi sem komu út ári síðar og mörkuðu tímamót sem fyrsta gamanþáttaröð Stöðvar 2. Lék Gísli einnig í fjölmörgum kvikmyndum, til að mynda Stellu í orlofi, Hvítum mávum, Blossa 810551 og Magnúsi. Síðasta hlutverk Gísla var í gamanmyndinni Amma Hófí, sem frumsýnd var fyrr í þessum mánuði.

„Fjöl­skyld­an syrg­ir kær­leiks­rík­an og ein­stak­an fjöl­skyldu­föður og þjóðardýr­grip,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Stikk: