Í viðræðum um gerð seríu um dóttur 007

Samkvæmt heimildarmanni breska dagblaðsins Sunday Mirror, þá á Killing Eve höfundurinn Phoebe Waller-Bridge í viðræðum um að skrifa handrit að kvikmyndaseríu sem á að fjalla um það þegar dóttir James Bond, 007, er þjálfuð upp í að verða njósnari.

Phoebe Waller-Bridge

Í blaðinu segir heimildarmaðurinn: “Bond fólk er mjög spennt yfir því að 007 eignist dóttur, og er að búa til flokk mynda byggt á þeirri hugmynd. Mjög líklega kemur Bond sjálfur við sögu, en hann er á báðum áttum yfir þeirri hugmynd að dóttir sín verði þjálfuð til að verða leigumorðingi. Í bland verður húmornum sem Waller-Bridge er þekkt fyrir, blandað saman á skemmtilegan hátt, og menn þekkja úr sjónvarpsþáttunum Klling Eve.”

Þá segir heimildarmaðurinn að mögulega muni Waller-Bridge einungis koma með ákveðnar hugmyndir að borðinu, og verða svo á meðal framleiðenda, en þau munu halda utanum alla þræði hvað James Bond varðar. Bond framleiðendur eru sagðir mjög spenntir fyrir að hún eigi stóran þátt í gerð myndarinnar.

Waller-Bridge, sem er 34 ára, vann að handriti næstu Bond kvikmyndar, No Time to Die, en þar verður dóttir 007 fyrst kynnt til sögunnar. Barnsmóðir spæjarans er Dr. Madeleine Swann, sem Lea Seydoux leikur. Með hlutverk Bond fer Daniel Craig, í síðasta skipti.

Frumsýna á kvikmyndina á Íslandi 20. nóvember nk.

“Það að Bond sé orðinn faðir, opnar upp nýjan heim möguleika hvað varðar áframhaldandi þróun sögunnar.”