Segir óþarft að fínpússa nýju Bond-myndina

Kvikmyndagerðarmaðurinn Cary Fukunaga, leikstjóri nýjustu myndarinnar um njósnarann James Bond, telur óþarft að nýta aðstæðurnar til að laga verkið til. Nýverið hafa sumir framleiðendur verið að nýta sér aukna tímann sem hefur fylgt ýmsum frestunum til að fínpússa lokavöru sína. Þekkt dæmi væri framleiðsla myndarinnar Black Widow, en ákvað kvikmyndaverið Marvel Studios að skipta út tónskáldinu Alexandre Desplat fyrir Lorne Balfe.

Eins og einhverjum er eflaust kunnugt stóð upphaflega til að frumsýna Bond-myndina No Time to Die nú um páskana en er nú stefnt að því að gefa hana út í nóvember.

Fukanaga greindi frá því á Instagram-aðgangi sínum og þó hann væri til í að fikta aðeins við kvikmyndina áfram í eftirvinnslu, að það sé einfaldlega ekki í spilunum og séu engin þörf á því. „Við vorum búin að leggja niður blýantana þegar allt lokaði vegna COVID,“ segir leikstjórinn.

„Eins og gildir um allt, er hægt að fúska í einhverju stanslaust. Myndin er frábær eins og hún er. Ég vona að þið verðið á sama máli þegar hún verður gefin út.“

Fukunaga er virtur í fagi sínu og sjálfsagt þekktastur fyrir kvikmyndina Beasts of No Nation (2015) ásamt fyrstu seríu True Detective. No Time to Die er 25. myndin í seríunni um James Bond og fer Daniel Craig með hlutverk njósnarans fimmta og síðasta sinn.

Í myndinni mun Bond snúa aftur eftir að hafa lagt byssuna á hilluna og sest í helgan stein, en endurkoman fylgir í kjölfarið á því þegar Felix Leiter, gamall kollegi síns hjá CIA leyniþjónustunni, kallar eftir aðstoð hans.