Frozen 2 áfram á fullri siglingu í Bandaríkjunum

Disney teiknimyndin Frozen 2 heldur áfram að laða til sín gesti nú um Þakkargjörðarhelgina í Bandaríkjunum, en telið er að tekjur af sýningum kvikmyndarinnar þar í landi muni nema 128 milljónum Bandaríkjadala alla fimm dagana sem tilheyra þessari fríhelgi í Ameríku. Ef þessar spár ganga eftir er ljóst að Frozen 2 mun slá Þakkargjörðarhelgar-aðsóknarmet Hunger Games: Cathching Fire, sem er 110 milljónir dala.

Morðgáta leikstjórans Rian Johnson, Knives Out, heillar bíógesti einnig þessa helgi, en myndin stefnir hraðbyri í 41 milljóna dala tekjur yfir helgina alla.

Í myndinni leikur hópur stjörnuleikara, þar á meðal Jamie Lee Curtis, Chris Evans, Michael Shannon, Christopher Plummer, Daniel Craig, Ana de Armas, Don Johnson, Toni Collette, Katherine Langford og LaKeith Stanfield.

Gagnrýnendur ytra hafa tekið myndinni vel, auk þess sem myndin er 96% fersk á Rotten Tomatoes vefnum.

Ford v Ferrari, á sinni þriðju helgi í sýningum, etur kappi við Tom Hanks í hinni ævisögulegu A Beautiful Day in the Neighborhood, en tekjurnar af bílamyndinni munu liggja í kringum 18 milljónir dala yfir helgina alla.

Útli er fyrir að Queen & Slim, fyrsta mynd leikstjórans Melina Matsoukas, muni tryggja sér fimmta sætið á aðsóknarlista helgarinnar.

Myndin fjallar um par á sínu fyrsta stefnumóti sem leggur á flótta eftir að annað þeirra drepur lögregluþjón í sjálfsvörn. Atvikið næst á myndband og fer á flug á netinu.