Ralph og Vannellópa sigra allsstaðar

Ralph og vinkona hans Vannellópa sykursæta eru búin að koma sér vel fyrir á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans í teiknimyndinni Ralph Breaks the Internet, og sitja þar nú aðra vikuna í röð. Og ekki nóg með það heldur eru þau líka á toppi bandaríska aðsóknarlistans, þriðju vikuna í röð þar í landi.

Í öðru sæti íslenska listans er önnur vinsæl teiknimynd, um Trölla sem stal Jólunum, í The Grinch. Þriðja sætið fellur svo töframyndinni Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald, í skaut.

Fjórar nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni. Sú þeirra sem fékk mestu aðsóknina hafnaði í sjöunda sæti listans, Sisters Brothers. Þá kemur Suspiria í 10. sætinu, þá The Old Man & The Gun, og í tólfta sætinu er svo Heart is not a Servant. 

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan – smelltu til að sjá hann stærri: