Fyrsta Dumbo plakatið – stikla á morgun

Á morgun er von á fyrstu stiklu í fullri lengd fyrir leiknu  Disney kvikmyndina um fílinn Dumbo, sem getur flogið á eyrunum. Í dag hinsvegar var fyrsta alvöru plakatið fyrir myndina birt.

Leikstjóri kvikmyndarinnar er Alice in Wonderland leikstjórinn Tim Burton, en myndin fjallar um sirkusstjórann Max Medici, sem Danny DeVito leikur, sem ræður fyrrum stjörnuna Holt Farrier, sem Colin Farrell leikur, og börnin hans, þau Milly, sem Nico Parker leikur, og Joe, sem Finley Hobbins leikur, til að annast nýfæddan fílskálf. Vegna þess hve eyrun á honum eru stór, verður hann að athlægi í fjölleikahúsinu, sem nú þegar berst í bökkum.

En þegar þau komast að því að Dumbo getur flogið, þá nær sirkusinn vopnum sínum á ný, og vekur áhuga frumkvöðulsins V.A. Vandevere, sem Michael Keaton leikur. Vandevere ræður þetta sérkennilega spendýr í nýjasta ofurskemmtigarð sinn, Dreamland, eða Draumalandið. Þar slær hann í gegn umsvifalaust, ásamt heillandi loftfimleikakonu, Colette Marchant, sem Eva Green leikur. En ekki líður á löngu þar til Holt kemst að því að á bakvið fágað yfirborðið í Dreamland, lúra mörg drungaleg leyndarmál.

Dumbo kemur í bíó á Íslandi 29. mars á næsta ári, 2019.

Sjáðu plakatið nýja hér fyrir neðan: