Vængbrotið vöðvafjall

Þeir sem æfa og keppa í vaxtarrækt reyna allt hvað þeir geta til að breyta líkama sínum í eitthvað í ætt við forngríska höggmyndalist. En allt erfiðið getur tekið sinn toll, og haft alvarlegar afleiðingar, nokkuð sem goðsögnin í bransanum, Ronnie Coleman, hefur reynt á eigin skinni.

Hinn áttfaldi Hr. Ólympía ( Arnold Schwarzenegger vann þann titil sjö sinnum ) hefur þurft að fara í ótal skurðaðgerðir undanfarin ár, og neyðist nú til að ganga við hækjur.

En meistarinn er ekki til í að gefast upp, eins og glöggt má sjá í stiklunni fyrir glænýja heimildarkvikmynd um kappann, Ronnie Coleman: The King, en þar fáum við að skyggnast á bakvið tjöldin og sjá hvernig honum gengur að losna við hækjurnar og ganga á ný.

Sögurþráður myndarinnar er eftirfarandi:

„Í heimi vaxtarræktar þá er Ronnie Coleman þekktur sem Kóngurinn. Hann náði því sem var talið ómögulegt – hlóð utan á sig um 136 kg. af vöðvum en tókst á sama tíma að vera helköttaður og flottur. Hann á heimsmetið í fjölda Hr. Ólympía titla, átta titlar, sem eru æðstu verðlaun í heimi vaxtarræktar .

En allt þetta kostar sitt. Nærri 20 árum síðar, þá hefur Ronnie Coleman þurf að gangast undir margar aðgerðir á mænu og mjöðmum. Hann á erfitt með gang, og býr við stöðuga verki. Nú sér hann fram á enn eina mænuaðgerðina. Ronnie ræðir ferilinn, og horfir fram á veginn.

Myndin verður frumsýnd 22. júní nk.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan og plakatið þar fyrir neðan: