Draugar ásækja ekkju

Óskarsverðlaunaleikkonan Helen Mirren og leikarinn Jason Clarke fara með aðahlutverkin í hryllingsmyndinni Winchester. Spierig-bræðurnir sáu um að leikstýra myndinni en þeir hafa áður gert myndir á borð við Jigsaw og Predestination. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum sem eiga að hafa átt sér stað í San Jose í kringum aldamótin 1900.

Mirren fer með hlutverk ekkjunnar Sarah Winchester, en hún fékk skotvopnafyrirtæki látins eiginmanns síns í arf. Buguð af sorg fór hún í endurbætur á bóndabæ í San Jose árið 1884. Fyrir lá í upphafi að framkvæmdirnar áttu engan enda að taka.

Miðill hafði upplýst ekkjuna um að fólk sem látist höfðu af völdum skota úr rifflum fjölskyldufyrirtækisins hefðu verið að verki þegar eiginmaður hennar lést. Miðilinn greindi henni einnig frá því að draugarnir myndu leyfa henni sjálfri að lifa svo lengi sem hún hefðist strax handa við byggingarframkvæmdir og héldi viðstöðulaust áfram allt til dauðadags.

Ný stikla úr myndinni var opinberuð í gær og þar má sjá ekkjuna boða Dr. Eric Price (Clarke) á heimili sitt í þeim tilgangi að ræða um illu andanna. Price trúir í fyrstu ekki þessum kenningum en það breytist fljótt þegar hann fer að sjá og heyra í draugum um allt hús.

Myndin verður frumsýnd hér á landi þann 9. febrúar. Stikluna má sjá í spilaranum hér að neðan.