Fyrsta stiklan úr ‘Slender Man’

Við greindum frá því í gær að nýtt plakat fyrir hryllingsmyndina Slender Man væri komið út og í framhaldinu myndi framleiðslufyrirtækið Sony birta fyrstu stikluna úr myndinni. Plakatið var óhugnanlegt og stiklan sem birt var fyrir skömmu er heldur ekkert slor þegar það kemur að hryllingsefni.

Í byrjun stiklunnar heyrum við í manni sem er að leita að dóttir sinni sem virðist hafa týnst í skógi. Eftir það sjáum við nokkrar stúlkur sem virðast vera í geðshræringu. T.a.m situr ein stelpa í skólastofu og stingur hníf í höfuðið á sér. Önnur stelpa liggur á spítalarúmi öskrandi. Sú þriðja sér fyrirbærið í skóginum og gengur síðan þaðan frá föl og með blóð í munnvikunum.

Myndin mun fjalla, eins og titilinn gefur að kynna um myrkrarveruna „Slender Man“ sem er mjóslegin, myrk vera sem birtist fyrst á myndum, teikningum og greinum á internetinu árið 2009.

Fyr­ir­bærið hef­ur vakið mikla at­hygli eft­ir að tvær tólf ára stúlk­ur í Bandaríkjunum stungu bekkjarsystur sína 19 sinn­um til að þókn­ast per­són­unni árið 2014. Stúlk­urn­ar frömdu árás­ina til heiðurs teikni­mynda­per­són­unni sem þær höfðu lesið smá­sögu um skömmu áður en þær frömdu ódæðið.

Myndin verður frumsýnd hér á landi þann 18. maí næstkomandi. Stikluna má sjá í spilaranum hér að neðan.

Stikk: