Þrumaði sér á toppinn

Marvel ofurhetjan og þrumuguðinn Thor í kvikmyndinni Thor: Ragnarok, flaug nýr á lista beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina og sópaði til sín tæpum 14 milljónum íslenskra króna. Myndin í öðru sætinu, teiknimyndin Hneturánið 2,  velgdi ofurhetjunni ekkert sérstaklega mikið undir uggum, en tekjur myndarinnar námu rúmum 1,2 milljónum króna. Þriðja sætið féll svo íslensku kvikmyndinni Undir trénu í skaut, en henni hefur vaxið ásmegin á ný á listanum eftir að hafa verið þar í átta vikur samfleytt.  Greinilegt er að myndin er að spyrjast vel út.

Fjórar aðrar nýjar kvikmyndir eru á bíóaðsóknarlistanum þessa vikuna. The Foreigner, með Jackie Chan og Pierce Brosnan, fór beint í fjórða sætið, nýja íslenska hrollvekjan Rökkur skaust rakleitt í sjöunda sætið, ný íslensk heimildarmynd, 690 Vopnafjörður settist í 19. sæti listans og The Party kom þar skammt á eftir í 20. sætinu.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: