Undir trénu yfir It

Íslenska kvikmyndin Undir trénu gerði sér lítið fyrir og fór upp fyrir hrollvekjuna It nú um helgina, en myndirnar höfðu sætaskipti, því It fór niður í annað sæti íslenska bíóaðsóknarlistans.

Í þriðja sæti listans, og upp um eitt sæti, er svo teiknimyndin Emojimyndin.  Fimm nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni. Í sjöunda sæti er spennutryllirinn American Assassin, um ungan mann sem segir hryðjuverkaöflum stríð á hendur. Í áttunda sæti er nýjasta mynd Darren Aronofsky, Mother!, sem fékk ekki góða aðsókn í Bandaríkjunum heldur, en gagnrýnendur hafa þó margir lofað myndina. Í 10. sæti er hákarlatryllirinn 47 Meters Down, í 26. sæti situr íslenska heimildamyndin Skjól og skart, mynd um íslenska þjóðbúninginn, og í 27. sæti er hrollvekjan The Limhouse Golem. 

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: