Stranger Things 2 – óveðursskýin hrannast upp

Undarlegir hlutir gerðust í bænum Hawkins í Indiana fylki í Bandaríkjunum í nóvember árið 1983. Will Byers hvarf, móðir hans fór að gefa jólaljósum sérstakan gaum,  allir gleymdu Barb, og Demogorgoninn olli miklum usla.

Þetta var um það bil það helsta sem gerðist í Netflix þáttunum Stranger Things sem slógu í gegn í fyrra, og nú er komið út fyrsta plakatið fyrir framhaldið, Stranger Things 2 – segja má að óveðursskýin séu að hrannast upp:

Nýju þættirnir gerast ári síðar, eða árið 1984, og íbúar Hawkins eru enn að jafna sig á atburðunum í fyrri þáttaröðinni. Will Byers hefur verið bjargað úr Upside Down, en enn hryllilegri vera ógnar nú þeim sem lifðu af.

Þættirnir verða frumsýndir um allan heim á Netflix 27. október nk.

Sjáðu kitlu úr þáttunum hér fyrir neðan: