Hún er raunveruleg – segir Tom Cruise í fyrstu kitlu úr The Mummy

Universal Pictures gaf í dag út fyrstu kitlu og fyrsta plakat úr nýjustu Tom Cruise myndinni, The Mummy, sem kemur í bíó hér á Íslandi 9. júní nk. Von er að stiklu í fullri lengd á sunnudaginn.

„Ég sá hana. Hún er raunveruleg,“ eru fyrstu orð Cruise í stiklunni og á eftir fáum við að sjá ýmsar forynjur og skrímsli, og það er morgunljóst að það er mikill hasar í aðsigi.

mummy

Ásamt Cruise leike í myndinni þau Annabelle Wallis (sem leikur í væntanlegri mynd um King Arthur og sjónvarpsþáttunum Peaky Blinders), Jake Johnson (Jurassic World), Courtney B. Vance ( úr American Crime Story: The People V. O.J. Simpson) og Óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe (Gladiator).

Þó að hún hafi verið kirfilega jörðuð í grafhvelfingu djúpt í iðrum eyðimerkurinnar, þá vaknar forn drottning, sem var svipt örlögum sínum á óréttlátan hátt, upp í nútímanum, og með henni fylgir gríðarleg reiði og slæm orka, sem safnast hefur upp þessi árhundruð sem hún hefur legið í gröf sinni. Frá söndum Mið-austurlanda í gegnum falin völundarhús undir Lundúnaborg nútímans, þá er hér á ferðinni óvænt spenna, undur og óvæntir hlutir, í hugvitsamlegri nýrri útgáfu, sem gerist í nýjum heimi guða og skrímsla….

Kíktu á kitluna hér fyrir neðan og nýja plakatið þar fyrir neðan, en þar er fólk boðið velkomið í nýjan skrímslaheim Universal kvikmyndaversins: „Welcome to a New World of Gods and Monsters“:

 

mummy-plakat