Brosnan hakkaður – Fyrsta stikla úr I.T.

brosnan„Breyttu öllu – lykilorðum, kóðum – tryggðu svæðið!“, segir Pierce Brosnan í fyrstu stiklunni fyrir tæknitryllinn I.T., eða U.T. (Upplýsingatækni) í lauslegri þýðingu, eftir að hann áttar sig á því að vinalegi tæknimaðurinn sem hann hleypti inn á heimili sitt var í raun klikkaður úlfur í sauðagæru og er byrjaður að hakka hann og fyrirtæki hans eins og enginn sé morgundagurinn. Hér virðist vera enn ein „internetið er varasamt“ – myndin á ferðinni þar sem gert er út á hættur internetsins og tækninnar fyrir friðhelgi einkalífsins.

Auk Brosnan fara með helstu hlutverk þau James Frecheville, Anna Friel, Stefanie Scott, Michael Nyqvist og Jason Barry.

Söguþráðurinn er þessi: Mike Regan nýtur velgengni og á allt sem hugurinn girnist. Fallega fjölskyldu og frábært nútímalegt hús. Fyrirtæki hans er um það bil að setja á markaðinn nýja vöru sem mun breyta markaðnum fyrir leigu á flugvélum, til frambúðar. Það er þar til hann lendir upp á kant við helsta ráðgjafa sinn, sem aftur leiðir til þess að hann, dóttir hans og fjölskylda fá á sig eltihrelli sem ásækir þau með hjálp upplýsingatækninnar.

Leikstjóri er hinn írski John Moore.

Von er á myndinni í bíó í Bandaríkjunum í september, en myndin er ekki með frumsýningardag á Íslandi, ennþá amk.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan:

ITPierceBrosnanmainimageBigface599