Valerian verndar mannkynnið – Fyrsta ljósmynd!

Talið er að nýjasta kvikmynd Luc Besson, vísindaskáldsagan Valerian And The City Of A Thousand Planets, eigi eftir að vekja mikið umtal á Comic-Con teiknimynda- og afþreyingarráðstefnunni í San Diego, sem hófst í dag, en Besson er staddur ásamt leikurum myndarinnar á hátíðinni, að kynna myndina.

Birt hefur verið fyrsta ljósmynd af aðalleikaranum Dane DeHaan í hlutverki Valerian, sem sjá má hér fyrir neðan:

dane-dehaan-valerian

Myndin fjallar um Valerian og Laureline, sem Cara Delevingne leikur, en þau eru sérstakir útsendarar nýlendna manna sem eru hlutar af valdakerfi sem passar upp á allt sé í röð og reglu í stjörnukerfinu.

Þau eru send af yfirmanni sínum, Filitt, sem Clive Owen leikur, til hinnar gríðarstóru borgar Alpha, þar sem búa þúsundir mismunandi tegunda af geimverum, alls staðar að úr alheiminum.

Þó að allt sé gott á yfirborðinu þá eru ill öfl skammt undan, sem stofna mannkyni öllu í hættu.

Aðrir helstu leikarar eru Rihanna, Rutger Hauer, Ethan Hawke og John Goodman.

Myndin kemur í bíó hér á Íslandi og annars staðar, 21. júlí á næsta ári.

Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband um málið, af vef Empire kvikmyndavefjarins: