Kvikmynda Stóra skjálfta

storiskjalftiKvikmynd verður gerð upp úr metsölubók Auðar Jónsdóttur, Stóra skjálfta, samkvæmt frétt á vef Forlagsins.

Auður Jónsdóttir, Tinna Hrafnsdóttir og Valgerður Benediktsdóttir skrifuðu nú í vikunni undir viljayfirlýsingu um gerð kvikmyndarinnar en fyrirtæki Tinnu, Freyja Filmwork, mun framleiða myndina.

Í fréttinni kemur fram að Stóri skjálfti hafi komið út hjá Máli og menningu fyrir síðustu jól. Hún hafi verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna,  hlotið Íslensku bóksalaverðlaunin og tilnefningu til Menningarverðlauna DV.

„Ég er verulega ánægð og þakklát fyrir traustið. Þetta er gríðarlega sterk og áhrifamikil saga og margt við efnistök höfundar sem er mjög spennandi fyrir kvikmyndamiðilinn. Að fá Margréti Örnólfsdóttur til liðs við okkur er líka mikill fengur,“ segir Tinna.

Margrét Örnólfsdóttir verður annar tveggja handritshöfunda myndarinnar.

Stóri skjálfti fjallar um Sögu sem vaknar eftir stórt flog á Miklubrautinni, þriggja ára sonur hennar er týndur og minnið í molum. Fljótt kemur í ljós að hún á í sérstökum erfiðleikum með að rifja upp slæmar minningar. Þar sem hún þarf að púsla saman minningabrotum til að skilja hvað hefur komið fyrir hana og hver hún er neyðist hún til að takast á við minningar sem hún hefur forðast og bælt í gegnum tíðina.