The Hateful Eight næsta Tarantino mynd

Quentin Tarantino Jay LenoBandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino hefur ákveðið að næsta mynd sín muni heita The Hateful Eight. Um er að ræða vestra, sem þó er ekki framhald af síðustu mynd leikstjórans, Django Unchained. 

Ekki er byrjað að ráða í hlutverk í myndinni ennþá, en fólk nákomið Tarantino segir að leikstjórinn hafi tekið frá hlutverk fyrir Christoph Waltz sem hefur unnið Óskarsverðlaun fyrir leik í síðustu tveimur Tarantino myndum, Django og Inglorious Basterds. 

Tveir mánuðir eru síðan Tarantino sagði frá því í spjallþættinum The Tonight Show, að næsta mynd sín yrði vestri.

„Ég hef ekki sagt neinum frá þessum opinberlega, en ég vil segja hvaða tegund myndar þetta verður: þetta verður vestri. Ég skemmti mér svo vel að gera Django, og ég elska vestra svo mikið að eftir að ég kenndi sjálfur mér hvernig ég ætti að gera vestra, þá hugsaði ég; OK! best að gera annan fyrst ég veit núna hvað ég er að gera,“ sagði Tarantino í spjalli við Jay Leno í The Tonight Show.