Íslenskar stuttmyndir í forgrunni á Reykjavík Shorts & Docs

Átta íslenskar stuttmyndir munu keppa um titilinn Besta íslenska stuttmyndin á Reykjavík Shorts & Docs Festival dagana 9. – 16. maí. Aðstandendur Reykjavík Shorts & Docs Festival eru hæstánægðir með það góða úrval íslenskra stuttmynda sem sýndar verða á hátíðinni en þær myndir sem keppa um titilinn eru:

Bóbó (2012) leikstj. Barði Guðmundsson

Dögun (2012) leikstj. Valdimar Jóhannsson

Gunna (2012) leikstj. Ottó Gunnarsson

No homo (2012) leikstj. Guðni Líndal Benediktsson

Fórn (2012) leikstj. Jakob Halldórsson

Samstíga (2012) leikstj. Ásþór Aron Þorgrímsson

Yfir horfinn veg (2012) leikstj. Andri Freyr Ríkarðsson

Pas des trois (2013) leikstj. Helena Stefánsdóttir

Íslensku stuttmyndirnar verða sýndar sunnudaginn 12. maí kl. 18 og miðvikudaginn 15. maí kl. 22. Þriggja manna alþjóðleg dómnefnd velur svo þá íslensku stuttmynd sem þeim þykir hafa skarað fram úr á hátíðinni.

Reykjavík Shorts & Docs Festival verður haldin í Bíó Paradís, Kex Hostel og Slipp Bíó á Reykjavík Marina. Hefðbundið miðaverð er á allar sýningar í Bíó Paradís en frítt er á sýningar hátíðarinnar á Kex Hostel og Slipp Bíó. Þetta er í 11. sinn sem hátíðin er haldin. Auk kvikmyndasýninga verða tónleikar, pallborðsumræður, vinnusmiðjur og fjöldi annarra viðburða á hátíðinni.

Íslenskar stuttmyndir í forgrunni á Reykjavík Shorts & Docs

Átta íslenskar stuttmyndir munu keppa um titilinn Besta íslenska stuttmyndin á Reykjavík Shorts & Docs Festival dagana 9. – 16. maí. Aðstandendur Reykjavík Shorts & Docs Festival eru hæstánægðir með það góða úrval íslenskra stuttmynda sem sýndar verða á hátíðinni en þær myndir sem keppa um titilinn eru:

Bóbó (2012) leikstj. Barði Guðmundsson

Dögun (2012) leikstj. Valdimar Jóhannsson

Gunna (2012) leikstj. Ottó Gunnarsson

No homo (2012) leikstj. Guðni Líndal Benediktsson

Fórn (2012) leikstj. Jakob Halldórsson

Samstíga (2012) leikstj. Ásþór Aron Þorgrímsson

Yfir horfinn veg (2012) leikstj. Andri Freyr Ríkarðsson

Pas des trois (2013) leikstj. Helena Stefánsdóttir

Íslensku stuttmyndirnar verða sýndar sunnudaginn 12. maí kl. 18 og miðvikudaginn 15. maí kl. 22. Þriggja manna alþjóðleg dómnefnd velur svo þá íslensku stuttmynd sem þeim þykir hafa skarað fram úr á hátíðinni.

Reykjavík Shorts & Docs Festival verður haldin í Bíó Paradís, Kex Hostel og Slipp Bíó á Reykjavík Marina. Hefðbundið miðaverð er á allar sýningar í Bíó Paradís en frítt er á sýningar hátíðarinnar á Kex Hostel og Slipp Bíó. Þetta er í 11. sinn sem hátíðin er haldin. Auk kvikmyndasýninga verða tónleikar, pallborðsumræður, vinnusmiðjur og fjöldi annarra viðburða á hátíðinni.