„Ég er ekki þræll þinn“ – Tarantino rífst útaf Django

Bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino er nú á faraldsfæti til að kynna nýjustu mynd sína Django Unchained, en myndin fjallar að stórum hluta um þrælahald í Bandaríkjunum og oft er brugðið upp mynd af hryllilegri meðferð þeirra í myndinni.

Myndin hefur hlotið mikið umtal og gagnrýni, og Tarantino hefur þurft að svara fyrir ofbeldi og orðfæri sem hann notar í myndinni.

Í viðtalinu hér að neðan springur leikstjórinn bókstaflega í viðtali á Channel 4 í Bretlandi við Krishnan Guru-Murthy, og fer að hnakkrífast við hann.   Það sem varð til þess að upp úr sauð í viðtalinu var það þegar Guru-Murthy bað Tarantino að tala um samengið á milli ofbeldis í hans eigin myndum og og raunverulegs ofbeldis, og það var Quentin Tarantino svo sannarlega ekki til í – hann væri búinn að gera það milljón sinnum á síðastliðnum tuttugu árum, allir vissu hverjar hans skoðanir væru á því, spyrjandinn væri bara að spyrja hann að þessu til að reyna að búa til æsifrétt til að draga að fleiri áhorfendur, og svo framvegis og svo framvegis.

„Ekki spyrja mig svona spurningar. Ég bít ekki á þetta agn. Ég hafna spurningu þinni,“ sagði Tarantino. „Ég er ekki þræll þinn og þú ert ekki minn yfirboðari. Þú getur ekki látið mig dansa með. Ég er ekki api.“  (“Don’t ask me a question like that. I’m not biting. I refuse your question,” says Tarantino. “I’m not your slave and you’re not my master. You can’t make me dance to your tune. I’m not a monkey.”)

Sjáið viðtalið hér að neðan:

Django Unchained er tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta mynd og fyrir besta handrit.

Myndin verður frumsýnd á Íslandi á næsta föstudag, þann 18. janúar.

 

"Ég er ekki þræll þinn" – Tarantino rífst útaf Django

Bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino er nú á faraldsfæti til að kynna nýjustu mynd sína Django Unchained, en myndin fjallar að stórum hluta um þrælahald í Bandaríkjunum og oft er brugðið upp mynd af hryllilegri meðferð þeirra í myndinni.

Myndin hefur hlotið mikið umtal og gagnrýni, og Tarantino hefur þurft að svara fyrir ofbeldi og orðfæri sem hann notar í myndinni.

Í viðtalinu hér að neðan springur leikstjórinn bókstaflega í viðtali á Channel 4 í Bretlandi við Krishnan Guru-Murthy, og fer að hnakkrífast við hann.   Það sem varð til þess að upp úr sauð í viðtalinu var það þegar Guru-Murthy bað Tarantino að tala um samengið á milli ofbeldis í hans eigin myndum og og raunverulegs ofbeldis, og það var Quentin Tarantino svo sannarlega ekki til í – hann væri búinn að gera það milljón sinnum á síðastliðnum tuttugu árum, allir vissu hverjar hans skoðanir væru á því, spyrjandinn væri bara að spyrja hann að þessu til að reyna að búa til æsifrétt til að draga að fleiri áhorfendur, og svo framvegis og svo framvegis.

„Ekki spyrja mig svona spurningar. Ég bít ekki á þetta agn. Ég hafna spurningu þinni,“ sagði Tarantino. „Ég er ekki þræll þinn og þú ert ekki minn yfirboðari. Þú getur ekki látið mig dansa með. Ég er ekki api.“  (“Don’t ask me a question like that. I’m not biting. I refuse your question,” says Tarantino. “I’m not your slave and you’re not my master. You can’t make me dance to your tune. I’m not a monkey.”)

Sjáið viðtalið hér að neðan:

Django Unchained er tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta mynd og fyrir besta handrit.

Myndin verður frumsýnd á Íslandi á næsta föstudag, þann 18. janúar.