Gamla gengið „opið“ fyrir Episode 7

Eftir að Disney fyrirtækið tilkynnti að það ætlaði að gera þrjár nýjar Star Wars myndir, eftir að það keypti Lucasfilm, hefur internetið logað af vangaveltum og orðrómi um hverjir muni koma til með að leika í myndunum og leikstýra, osfrv.

Þó það sé allt of snemmt að segja neitt þá er gaman að leyfa einhverjum vangaveltum að koma fram hér á kvikmyndir.is.

Kvikmyndaritið Empire hefur heimildir fyrir því að „gamla gengið“ Harrison Ford, Mark Hamill og Carrie Fisher, sé allt opið fyrir þeim möguleika að leika í nýju myndunum, en eins og kunnugt er urðu þau öll heimsfræg eftir að hafa leikið í fyrstu myndunum.

Empire hefur þetta eftir Geoff Boucher fyrrum blaðamanni Los Angeles Times, og núverandi blaðamanni Entertainment Weekly.

Ford hefur hingað til þótt ólíklegastur til að vera með að nýju, enda aldrei verið mjög hrifinn af handritum myndanna, samkvæmt Empire,  og taldi hann að Han Solo hefði t.d. átt að láta lífið í Return Of The Jedi til að gefa myndunum meiri tilfinningalega dýpt.

Sögusagnir úr herbúðum Collider.com herma síðan að Matthew Vaughn, leikstjóri Kick-Ass og X-Men: First Class,  sé mögulegur leikstjóri Star Wars episode 7. 

 

Gamla gengið "opið" fyrir Episode 7

Eftir að Disney fyrirtækið tilkynnti að það ætlaði að gera þrjár nýjar Star Wars myndir, eftir að það keypti Lucasfilm, hefur internetið logað af vangaveltum og orðrómi um hverjir muni koma til með að leika í myndunum og leikstýra, osfrv.

Þó það sé allt of snemmt að segja neitt þá er gaman að leyfa einhverjum vangaveltum að koma fram hér á kvikmyndir.is.

Kvikmyndaritið Empire hefur heimildir fyrir því að „gamla gengið“ Harrison Ford, Mark Hamill og Carrie Fisher, sé allt opið fyrir þeim möguleika að leika í nýju myndunum, en eins og kunnugt er urðu þau öll heimsfræg eftir að hafa leikið í fyrstu myndunum.

Empire hefur þetta eftir Geoff Boucher fyrrum blaðamanni Los Angeles Times, og núverandi blaðamanni Entertainment Weekly.

Ford hefur hingað til þótt ólíklegastur til að vera með að nýju, enda aldrei verið mjög hrifinn af handritum myndanna, samkvæmt Empire,  og taldi hann að Han Solo hefði t.d. átt að láta lífið í Return Of The Jedi til að gefa myndunum meiri tilfinningalega dýpt.

Sögusagnir úr herbúðum Collider.com herma síðan að Matthew Vaughn, leikstjóri Kick-Ass og X-Men: First Class,  sé mögulegur leikstjóri Star Wars episode 7.