Dóp-epík Olivers Stone fær stiklu

Oliver Stone er einn af þessum metnaðarfullu og hæfileikaríku leikstjórum sem hafa spígsporað stefnulaust í gegnum 21. öldina og nokkurn veginn migið frá sér ferlinum (ég er að horfa á þig Terry Gilliam!). Stone ætlar greinilega að afsanna það með nýjustu mynd sinni, Savages, en hún virðist vera aðeins innihaldsríkari heldur en grautfúla pólitíkurúnkið sem hann hefur gefið frá sér síðustu ár.

Hún fjallar um tvo gras-sala, Ben (Aaron Johnson) og Chon (Taylor Kitsch), sem lifa í þægindum með sameiginlegu kærustu sinni, O (Blake Lively). Eftir að mexíkósk glæpaklíka rænir O neyðast þeir félagar til að grípa lögin í sínar eigin hendur og upphefst þá blóðugt tveggja-manna stríð.
Ásamt aðalleikurunum eru þau John Travolta, Salma Hayek, Uma Thurman og Benicio Del Toro í myndinni, en til stóð að ráða hana Jennifer Lawrence í hlutverk O, áður en hún tók að sér Hunger Games-þríleikinn.

Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Don Winslow, en hann í samstarfi við Stone og Shane Salerno skrifa handritið. Aðild Stones að handritum hefur skilað ójöfnum niðurstöðum og hingað til hefur Salerno ekkert markvert á ferilskránni; hins vegar er hann að leikstýra heimildarmynd um rithöfundinn J.D. Salinger sem er væntanleg á árinu.

Savages er síðan væntanleg í júlí næstkomandi.

Dóp-epík Olivers Stone fær stiklu

Oliver Stone er einn af þessum metnaðarfullu og hæfileikaríku leikstjórum sem hafa spígsporað stefnulaust í gegnum 21. öldina og nokkurn veginn migið frá sér ferlinum (ég er að horfa á þig Terry Gilliam!). Stone ætlar greinilega að afsanna það með nýjustu mynd sinni, Savages, en hún virðist vera aðeins innihaldsríkari heldur en grautfúla pólitíkurúnkið sem hann hefur gefið frá sér síðustu ár.

Hún fjallar um tvo gras-sala, Ben (Aaron Johnson) og Chon (Taylor Kitsch), sem lifa í þægindum með sameiginlegu kærustu sinni, O (Blake Lively). Eftir að mexíkósk glæpaklíka rænir O neyðast þeir félagar til að grípa lögin í sínar eigin hendur og upphefst þá blóðugt tveggja-manna stríð.
Ásamt aðalleikurunum eru þau John Travolta, Salma Hayek, Uma Thurman og Benicio Del Toro í myndinni, en til stóð að ráða hana Jennifer Lawrence í hlutverk O, áður en hún tók að sér Hunger Games-þríleikinn.

Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Don Winslow, en hann í samstarfi við Stone og Shane Salerno skrifa handritið. Aðild Stones að handritum hefur skilað ójöfnum niðurstöðum og hingað til hefur Salerno ekkert markvert á ferilskránni; hins vegar er hann að leikstýra heimildarmynd um rithöfundinn J.D. Salinger sem er væntanleg á árinu.

Savages er síðan væntanleg í júlí næstkomandi.