Ra’s Al Ghul snýr aftur – Josh Pence hreppir hlutverkið

Nýjustu fréttir af The Dark Knight Rises hafa komið mörgum á óvart, en nýlega var staðfest að leikarinn Josh Pence muni fara með hlutverk Ra’s Al Ghul. Eins og flestir muna fór Liam Neeson með hlutverkið í Batman Begins, en Pence mun leika skúrkinn á hans yngri árum.

Pence fór síðast með hlutverk Tyler Winklevoss í The Social Network, en andlit leikarans Armie Hammer var grætt á líkama hans með hjálp tækninnar. Fyrir stuttu var Liam Neeson spurður hvort erkióvinur Leðurblökumannsins, Al Ghul, myndi snúa aftur en sagði leikarinn að hann hefði ekki fengið boð. Eins og áður kom fram mun Pence leika yngri Ra’s Al Ghul, eða rúmlega 30 árum yngri. Ýtir þetta stoðum undir þá kenningu að dóttir Al Ghul, Talia, muni spila hlutverk í The Dark Knight Rises.

– Bjarki Dagur

Ra's Al Ghul snýr aftur – Josh Pence hreppir hlutverkið

Nýjustu fréttir af The Dark Knight Rises hafa komið mörgum á óvart, en nýlega var staðfest að leikarinn Josh Pence muni fara með hlutverk Ra’s Al Ghul. Eins og flestir muna fór Liam Neeson með hlutverkið í Batman Begins, en Pence mun leika skúrkinn á hans yngri árum.

Pence fór síðast með hlutverk Tyler Winklevoss í The Social Network, en andlit leikarans Armie Hammer var grætt á líkama hans með hjálp tækninnar. Fyrir stuttu var Liam Neeson spurður hvort erkióvinur Leðurblökumannsins, Al Ghul, myndi snúa aftur en sagði leikarinn að hann hefði ekki fengið boð. Eins og áður kom fram mun Pence leika yngri Ra’s Al Ghul, eða rúmlega 30 árum yngri. Ýtir þetta stoðum undir þá kenningu að dóttir Al Ghul, Talia, muni spila hlutverk í The Dark Knight Rises.

– Bjarki Dagur