Eastwood og Harris í Pentagon

Scott Eastwood og Ed Harris hafa verið ráðnir til að leika aðalhlutverk í sannsögulega spennutryllinum The Last Full Measure.

ed eastwood

Samkvæmt Deadline vefnum mun Todd Robinson leikstýra eftir eigin handriti.

Eastwood mun leika fulltrúa í leyniþjónustunni í Pentagon sem kemst á snoðir um sönnunargögn um yfirhylmingu og þarf að berjast við flókið pólitískt kerfi í Washington til að komast að sannleikanum.  Hann fær hjálp frá gömlum Víetnamhermönnum, til að leysa málið sem snýst um herlækninum William Pitsenbarger, sem fórnaði lífi sínu við að bjarga 60 hermönnum eftir fyrirsát í orrustu.

Félagar læknisins sem lifðu af, telja að hann eigi skilið að fá æðstu heiðursorðu hersins, en ríkisstjórnin hefur hylmt yfir málið.

Aðrir helstu leikarar eru mögulega Laurence Fishburne og Morgan Freeman, sem báðir eiga í viðræðum. Tökur hefjast í september.

Harris leikur í nýrri mynd Warren Beatty um Howard Hughes, og myndinni Geostorm. Eastwood sést fljótlega í Suicide Squad, og einnig í Snowden, Furious 8 og mynd Ben Affleck, Live By Night.