Nýtt í bíó – Flóðbylgjan!

Norska bíómyndin Flóðbylgjan, eða Bølgen eins og hún heitir á frummálinu, verður frumsýnd föstudaginn 6. maí í Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri.

Samkvæmt tilkynningu frá Senu er þetta „stærsta kvikmynd sem Noregur hefur sent frá sér“.

Í Noregi eru fleiri en 300 staðir á skrá þar sem mikil hætta er á skriðum úr fjöllum. Fjöldi fólks dó í upphafi 20. aldarinnar vegna aurskriða sem féllu í sjóinn og ullu stórum flóðbylgjum.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Einn af þessum áhættustöðum eru nálægt bænum Geiranger sem stendur við Åkneset fjallið. Þar býr jarðfræðingurinn Kristian ásamt fjölskyldu sinni. Kristian er við það að taka við nýju starfi í olíuiðnaðinum en á bágt með að slíta sig frá Åkneset fjallinu sem hann hafði unnið við fram að þessu. Síðasta vinnudaginn hans við mælingar í Åkneset tekur hann eftir mælingum sem benda til þess að milljónir rúmmetra af grjóti gætu fallið í sjóinn hvað á hverju og myndað stærstu flóðbylgju í sögu Noregs. Hinir vísindamennirnir vísa þessari kenningu Kristjans á bug og telja allt vera með feldu þar til mælingarnar breytast skyndilega og þeir hafa aðeins örfáar mínútur til að rýma bæinn.

wave

80 metra há flóðbylgja stefnir á bæinn og eyðileggur allt sem verður í vegi fyrir henni. Kristian þarf að vara bæinn við og koma fjölskyldu sinni í skjól áður en það verður um seinan.

Leikstjóri: Roar Uthaug
Aðalleikarar: Kristoffer Joner, Ane Dahl Torp og Jonas Hoff Oftebro

bonger