Cumberkanína í boði um páskana

Þeir sem eru orðnir leiðir á gamla góða páskaegginu, og vilja breyta aðeins til nú um Páskana, geta fengið sér Benedict Cumberbatch súkklaðikanínu.  Vafalaust fá margir vatn í munninn við að heyra þetta! 

benedict

„Cumberkanínan“ eða „Cumberbunny“ eins og nammið er kallað á frummálinu, kemur úr smiðju bresks súkkulaðifyrirtækis, en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá er um að ræða kanínu með eyru, en ásjónu leikarans.

Cumberbunnies fást í þremur tegundum: úr hvítu súkkulaði, mjólkursúkkulaði og úr dökku súkklaði.

Benedict_Cumberbatch_and_Tom_Hiddleston_linked_to_new_movie_Journey_s_EndMeð þeim fylgir 22 karata gullslaufa og gullryk.

Verðið er aðeins 70 Bandaríkjadalir stykkið, eða um 9.000 íslenskar krónur.

Súkkulaðiframleiðandinn Jen Lindsey-Clark sagði dagblaðinu London’s Evening Standard að hún hefði ákveðið að búa til páskakanínu eftir velgengni „Chocobatch“ sem var súkkulaðistytta í fullri stærð af leikaranum.

Það tekur um þrjá tíma að gera hverja kanínu, og fyrir aðdáendur Cumberbatch er kanínan örugglega hverrar krónu virði.