Langar að leika geimveru

Þessi Gullkorn birtust fyrst í febrúarhefti Mynda mánaðarins: 

Mér hefur lengi fundist að allt það góða sem gerist sé á einhverjum tímapunkti jafnað út með einhverju vondu sem gerist. Og öfugt. Mér finnst ágætt að viðurkenna að þetta sé svona.

– Garrett Hedlund.

hugh jackmanPabbi var alltaf að gera eitthvað, alltaf að vinna, alltaf að búa eitthvað til, alltaf að skapa. Hann var aldrei iðjulaus. Ég reyni að vera eins og hann.

– Hugh Jackman.

Mig langaði alltaf til að verða frægur. En svo þegar ég var búinn að vera frægur í nokkur ár óskaði ég mér þess að vera ekki lengur frægur. Þá var það orðið of seint. Þetta er svona „passaðu þig á því sem þú óskar þér“-dæmi.

– Colin Farrell.

Ég var alveg glataður námsmaður og vonlaus í skóla. Algjör hálfviti. Ég var félagslega utangátta og talaði aldrei við neinn annan nemanda um nokkurnskapaðan hlut. Ég var heilalaus. Ég vissi ekki hvað ég var að gera í skóla. Þess vegna gerðist ég leikari.

– Anthony Hopkins, um ástæðu þess að hann gerðist leikari.

Ég neita að taka þátt í nokkru fyrr en ég er viss um að ég ráði við það.

– Rooney Mara um hlutverkaval sitt.

Mér finnst ég aldrei hafa hætt í kvikmyndaskóla. Eiginlega hef ég litið á hverja nýja mynd sem ég hef gert sem nýtt prófverkefni.

– Robert Zemeckis.

Lífið er í raun rútína. Eitthvað sem endurtekur sig aftur og aftur. Ég held að galdurinn við að lifa vel sé að vita hvaða rútínu maður eigi að fylgja og vita svo hvenær manni er óhætt að brjóta hana upp og gera eitthvað nýtt.

– Joseph Gordon-Levitt.

Eitt það leiðinlegasta sem ég geri er að ferðast. Ég meina … ég auðvitað verð að ferðast hingað og þangað út af vinnunni og finnst það svo sem í lagi vegna þess að mér finnst gaman í vinnunni, en ef ég er ekki að vinna þá er ferðalag bara til að fara í ferðalag
það síðasta sem ég myndi gera.

– Michael Shannon.

Mér hefur aldrei þótt ég eiga heima í Los Angeles, eiginlega frekar eins og ég sé bara í heimsókn eða á ferðalagi. Ég meina … það er fínt og nauðsynlegt að fara þangað stöku sinnum en ég held ekki að það sé heilsusamlegt að dvelja þar of lengi í einu.

– Andrew Garfield, sem er fæddur í Los Angeles en flutti ásamt foreldrum sínum til Englands þegar hann var þriggja ára.

Æska og fegurð helst óbreytt innra með manni þótt útlitinu hraki.

rene russo– Rene Russo, sem verður 62 ára í febrúar.

Mig langar til að leika í vísindaskáldsögu. Mig langar til að leika geimveru, ólöglega geimveru.

– Michael Peña, um draumahlutverkið.

Ég sakna hans óskaplega. Hann var maður sem mér fannst gott að hafa nærri mér og við gátum alltaf talað um hvað sem var. Við lékum saman í God of Carnage á Broadway í 320 skipti og hann var mér eins og bróðir.

– Jeff Daniels um besta vin sinn, James Gandolfini, sem lést í júní 2013.

Öll mín æskuár fóru í nám, ballett og leiklist og því byrgi ég inni mikið af unglingauppreisnartilfinningum sem ég fæ útrás fyrir öðru hverju. Þá er betra að vera ekki nálægt mér.

– Mia Wasikowska.

Ég mætti í skólann til að fara á kynningarnámskeið í arkitektúr. Það var hins vegar allt fullt þar en laust pláss á leiklistarnámskeiðið þannig að ég fór bara á það í staðinn.

– Tom Selleck, um það af hverju hann ákvað að gerast leikari.

Tom Hiddlestone er mikill Íslandsvinur og við leyfum okkur að birta hér orðrétt á ensku það sem hann sagði í viðtali um kynni sín af landinu: „Iceland is one of the few places
on earth that looks like another world because the landscape is so extraordinary. The dimensions are bigger, the proportions are bigger, a big hill is absolutely enormous,
and the color of the water has a translucency that I’ve never seen before. The sky seems twice the size, and some of it looks like a moonscape to me … and you still walk down the
street in Reykjavik and run into five people who are called Thor. To be on the land that invented this mythology was extraordinary.“

– Tom Hiddleston um reynslu sína af Íslandi og Reykjavík þegar hann var hér á landi að taka upp atriði fyrir Thor: The Dark World.