Coogan og Reilly verða Steini og Olli

Laurel_&_Hardy_in_Flying_Deuces_1_editedSteve Coogan og John C. Reilly munu leika grínfélagana Steina og Olla, eða Stan Laurel og Oliver Hardy í nýrri mynd Jon S. Baird, Stan & Ollie.

Handritið skrifar Philomena höfundurinn Jeff Pope. Steve Coogan lék einmitt aðalhlutverk í Philomena, og hlaut mikið lof fyrir.

„Stan Laurel og Oliver Hardy eru hetjur í mínum augum. Þegar ég horfi á myndirnar þeirra, þá hverf ég aftur í tímann, það er laugardagskvöld og ég er orðinn sex ára gamall að horfa á sjónvarpið heima, algjörlega heillaður.

Ég er meðvitaður um ábyrgð mína á að vekja þessar persónur aftur til lífsins, en ég hef ekki farið neinum silkihönskum um þá, og mun segja frá þeim með öllum þeirra kostum og göllum.

Í rannsóknarvinnu fyrir myndina komu upp ótal atriði sem ég hafði enga hugmynd um fyrirfram.  En ég geri þetta af mikilli hlýju og ég vona að væntumþykja mín skíni í gegn,“ segir Pope.

Myndin mun segja frá því þegar þessir goðsagnakenndu grínistar fóru í skemmtanaferðalag um allt Bretland árið 1953, þegar þeir voru farnir að reskjast. Hafandi verið stórstjörnur var frægðarsól þeirra gengin til viðar og þeir farnir að gleymast. Aðsókn á skemmtanir þeirra var undir væntingum en þeir voru samt jafn hlægilegir og fyrr og aðdáendur urðu ekki fyrir vonbrigðum. Ferðin sló svo í gegn, en ýmis vandamál steðjuðu að þeim, þar á meðal var heilsu Oliver farið að hraka.